Gangagerð í Almannaskarði gekk vel í síðustu viku og voru sprengdir 99 m í vikunni að sunnanverðu og þar eru göngin orðin 468 m löng. Ennfremur var ein stutt færa sprengd að norðanverðu og þar er komið um 5 m langt gat. Göngin eru því samtals um 473 m eða um 41% af heildarlengd. Efnið úr göngunum að sunnanverðu er jafnóðum lagt út í lögum og þjappað í vegfyllingar.

Á fréttavefnum horn.is er bent á að einnig sé unnið að undirbúningi vegskála að norðan. Búið er að steypa öll þrifalög (nema næst gangamunna) og unnið við undirbúning fyrstu sökkulsteypu og samsetningu móta fyrir yfirbyggingu. Alls vinna nú rúmlega 30 manns við göngin.