Fjöldi fólks á þýska vinnumarkaðnum á síðasta ári var sá mesti í fimm ár og virðist sú þróun ætla að halda áfram á þessu ári. Þetta er talið varpa ljósi á þann öfluga efnahagsbata sem á sér stað í þýska hagkerfinu um þessar mundir, en hagvöxtur var 2,7% á síðasta ári.

Á síðasta ári voru 39,1 milljón manns í vinnu, samanborið við 38,8 milljónir manna árið 2005. Mextur vöxtur var í þjónustuiðnaðinum, en þar fjölgaði starfsfólki um næstum fjögur hundrað þúsund.

Fjöldi atvinnulausra er talinn líklegur til að fara niður fyrir fjórar milljónir í lok þessa árs, samanborið við að fjöldi atvinnulausra var í kringum fimm milljónir í byrjun ársins 2005.