Vinnslu­stöðin hef­ur keypt upp­sjáv­ar­skip­in Ing­unni AK 150 og Faxa RE 9 af HB Granda. Að auki kaupir Vinnslustöðin 0,67% afla­hlut­deild í loðnu. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá HB Granda til Kaup­hall­ar­inn­ar.

Í tilkynningunni seg­ir að verðið fyrir skipin og aflahlutdeildina sé 2.150 millj­ón­ir króna. Samn­ing­urinn­ er gerður með fyr­ir­vara um samþykki stjórna beggja fé­lag­anna og ástands­skoðun á skipunum.

Félögin eru bæði meðal stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins. HB Grandi hf. er stærsta sjávarútvegsfyrirtækið, ef miðað er við aflaheimildir í þorskígilidstonnum. Næst kemur Samherji, Síldarvinnslan er þriðja og Vinnslustöðin fjórða stærsta.