Það verður gert yfirtöku tilboð í Vinnslustöðina af hluthöfum sem ráða yfir meirihlutafjár í félaginu eða um 50,04%. Er það gert í kjölfar þess að þessir hluthafar hafa gert með sér samkomulag um rekstur félagsins og eru þar með yfirtökuskyldir. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Þetta eru félög tengd Sigurgeiri B. Kristgeirssyni framkvæmdastjóra útgerðarinnar, Haraldi Gíslasyni sem sér um mjölsölu Vinnslustöðvarinnar auk þess sem ýmsir aðrir hluthafar frá aðrir hluthafar frá Vestmannaeyjum standa að samkomulaginu, að sögn greiningardeildar Glitnis.

Yfirtökutilboðið verður gert á genginu 4,6 sem er sama gengi og var í síðustu viðskiptum í OMX/Kauphöll Íslands fyrir undirskrift þessa samkomulags. Fyrir liggur tillaga stjórnar til aðalfundar um greiðslu á 30% arði. Tilboðið verður gert eftir aðalfund félagsins þann 4. maí 2007 og að því gefnu að tillagan verði samþykkt þá samsvarar tilboð þetta genginu 4,9 miðað við núverandi gengi.

Í kjölfarið munu ofangreindir aðilar óska eftir því við stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. að hlutabréf hennar verði afskráð úr OMX/Kauphöll Íslands hf., segir í tilkynningu.

?Vinnslustöðin hefur verið í góðum rekstri undanfarin ár og hefur jafnan verðið með háa framlegð í samanburði við sambærileg félög. Strjál viðskipti hafa hins vegar verið með bréf í félaginu og því kemur þessi ákvörðun helstu hluthafa ekki á óvart,? segir greiningardeild Glitnis.

Hún bendir á að árið 2000 voru 18 sjávarútvegsfyrirtæki skráð í Kauphöllina en ef afskráningin gengur eftir verður ekkert eftir, þar sem HB Grandi er skráður á First North.