Rannsókn Breska ríkisútvarpsins (BBC) á vinnuaðstæðum í vöruhúsi Amazon í Bretlandi leiddi í ljós svi mikið álag að hætta væri á að starfsfólk fengi andlega og líkamlega sjúkdóma.

Prófessor Michael Marmot, einn helsti sérfræðingur Bretlands í vinnuálagi, fékk í hendur upptökur starfsmanns á næturvakt sem sýndu að starfsmenn gengu allt að 18 kílómetra á vaktinni og ætlast var til þess að þeir sæktu pöntun á 33 sekúndna fresti.

Niðurstöður BBC voru birtar á svipuðum tíma og fyrirtækið bætti við sig 15 þúsund starfsmönnum fyrir jólavertíðina. Í yfirlýsingu frá Amazon kemur fram að öryggi starfsfólks þeirra sé í algjörum forgangi.

Blaðamaður á vegum BBC, Adam Littler, réð sig í vöruhúsið. Hann vann með falda myndavél og tók upp það sem gerðist vöktunum. Starf hans fólst í því að sækja pantanir í rúmlega 73 þúsund fermetra vöruhúsi. Þar setja þeir pantanir á vagn og skanna vöruna. Ef varan er ekki rétt þá pípir tækið.

Littler segir starfið mjög rafrænt og í raun séu starfsmenn eins og vélmenni og ekki er ætlast til að þeir hugsi sjálfstætt.

Prófessor Marmot segir að aðstæðurnar í vöruhúsinu séu á mörgum stigum mjög slæmar. Hann segir að starfið sem Littler sinnti sé steríótýpan af starfi sem leiðir til andlegra og líkamlegra sjúkdóma. Hann tekur fram að auðvitað þurfi að sinna sumum störfum og þau geti ekki öll verið spennandi en þarna sé framleiðni í forgangi á kostnað velferð starfsmannanna. Sjá nánar á BBC.