Lárus Sigurður Lárusson, fyrrverandi lögfræðingur Samkeppniseftirlitsins segir að rétt væri að taka til skoðunar hraða málsmeðferðar hjá eftirlitinu. Þetta kemur fram í viðtali við Lárus sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Allir samrunar tveggja eða fleiri fyrirtækja þar sem sameiginleg velta fyrirtækjanna er yfir tveimur milljörðum króna á Íslandi þurfa að fá samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í lögum um eftirlitið er tilgreindur hámarks málsmeðferðartími, sem er skipt í tvo fasa, annars vegar 25 virka daga og hins vegar 70 virka daga; auk þess að bæta má við 20 virkum dögum að auki ef það þykir nauðsynlegt. Lárus segir að svo virðist sem að málum sem fari í annan fasann sé að fjölga þegar fyrri fasinn ætti að duga.

Lárus segir að rót þessa gæti verið að finna í vinnubrögðum eftirlitsins. Hann segir að áður fyrr hafi 25 daga fresturinn fengið að líða án aðgerða ef frumskoðun leiddi ekki í ljós tilefni til aðgerða, en tilkynna þarf það sérstaklega ef nýta eigi annan fasann. Nú virðist sem flest málin fari í annan fasa, með tilheyrandi álagi á starfsmenn.

Lárus segir að þetta leiði til drætti á úrlausn mála Samkeppniseftirlitsins og gagnrýni á eftirlitið.