Íbúðalánasjóður og félagsmálaráðuneytið hafa ákveðið að setja á fót vinnuhóp sem ætlað er að leggja mat á stöðu Íbúðalánasjóðs við núverandi markaðsaðstæður. Starfshópurinn verður skipaður sérfræðingum frá Íbúðalánasjóði og félagsmálaráðuneyti. Verkefni hópsins er að kanna hvort Íbúðalánasjóður geti starfað í óbreyttri mynd.

Hópurinn skal jafnframt kanna hvort unnt sé að breyta framtíðarhlutverki Íbúðalánasjóðs án þess þó að markmiðum íslenskra stjórnvalda um að tryggja beri öllum landsmönnum, óháð búsetu og efnahag, öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum og gera fólki kleift að eignast eða leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum.

Um þessi markmið hefur verið rík pólitísk samstaða eins og síðast kom í ljós með einróma samþykkt Alþingis á breyttum lögum um húsnæðismál á síðasta ári.

Gert er ráð fyrir að í þeirri vinnu sem framundan er verði leitað álits hagsmunaaðila á markaði, annarra ráðuneyta og stofnana og fleiri hagsmunaaðila. Mikilvægt er að vinna þetta verkefni eins hratt og kostur er á. Æskilegt er að efnislegar tillögur starfshópsins verði kynntar stjórn Íbúðalánasjóðs og ráðherra eigi síðar en í lok október 2005. Á grundvelli þeirrar vinnu verði tekin afstaða til hugsanlegra valkosta.