Vinnumálastofnun hefur breytt verklagi sínu við afgreiðslu umsókna um atvinnuleysisbætur í uppsagnarfresti vegna gjaldþrots fyrirtækis/félags.

Í stað þess að Vinnumálastofnun fái afrit af kröfulýsingu einstaklings í þrotabúið verður óskað eftir að stéttarfélag staðfesti að krafa verði gerði í réttmætan uppsagnarfrest einstaklingsins.

Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar.

„Þessi breyting á verklagi mun flýta verulega afgreiðslu umsókna,“ segir á vef stofnunarinnar.

Verklagið hefur þegar tekið gildi.

Hér má finna nánari upplýsingar um gjaldþrot atvinnurekanda.