„Vefþjóninni hefur verið að trufla okkur. Það eru menn farnir af stað til að redda þessu," segir Gissur Pétursson framkvæmdastjóri Vinnumálastofnunar. Greiðslustofa, sem er undir Vinnumálastofnun og sér um greiðslur stofnunarinnar, hefur verið lokuð í morgun vegna þess að vefþjóninn hefur verið að detta út. Þegar það gerist er ekki hægt að svara símanum heldur.

Gissur segir þetta ekki hafa mikil áhrif á starfsemina. Það hefði átt að greiða leiðréttingargreiðslur en það verði á bíða á meðan á viðgerð stendur. Það hefði orðið verra ef þetta hefði gerst um mánaðarmót þegar mest af greiðslum fara í gegnum tölvukerfið. Greiðsla atvinnuleysisbóta fer í gegnum greiðslustofuna.

Greiðslustofa er staðsett á Skagaströnd og fór tæknimaður norður fyrr í dag til að greina og gera við bilunina. Gissur vonaðist til að tölvukerfið kæmist í lag seinni partinn í dag. Það skýrist betur þegar í ljós komi hvers eðlis bilunin er.