Síðustu mánaðarmót greiddi Vinnumálastofnun  rúmlega 1,7 milljarða króna í atvinnuleysistryggingar fyrir tímabilið 20. maí til 19. júní. Rúmlega 14.900 einstaklingar fengu greitt úr sjóðnum.

Heildarupphæðin er töluvert lægri en hún var í maímánuði, þá nam hún yfir 2 milljörðum króna og fór til 16.005 einstaklinga. Atvinnuleysi á 1. ársfjórðungi þessa árs mældist 7,6%.