Vinnumálstofnun hefur samið um að færa fjarskiptaþjónustu, rekstur netkerfa ásamt símkerfi til Símans. Samið er jafnframt um Símavist þar sem Síminn hýsir símkerfið og býður aukna þjónustu og nýrri búnað en stofnunin áður hafði. Í Símavist verða um 150 starfsmenn Vinnumálastofnunar og allar þjónustuskrifstofur samtengdar á lokuðu og öruggu einkaneti.

Haft er eftir Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar, í tilkynningu að mjög mikilvægt sé fyrir stofnunina að geta boðið viðskiptavinum sínum sem besta þjónustu.„Einn liður í því er að tryggja að upplýsinga- og samskiptakerfi stofnunarinnar séu sem skilvirkust. Síminn bauð upp á mjög góða lausn hvað þetta varðar sem mun gera stofnuninnu kleift að bjóða upp á hraðari og öruggari þjónustu en áður og spara jafnframt fjármuni.“

Samningurinn við Vinnumálastofnun er að stofni til byggður á rammasamningi milli Símans og Ríkiskaupa, sem allar ríkisstofnanir eiga aðild að.