Fjöldi lausra starfa í Bandaríkjunum dróst saman um 10% í ágúst í samanburði við júlí og uppsögnum fjölgaði lítillega. Þykir það til marks um að bandaríski vinnumarkaðurinn, og hagkerfið í heild sinni, sé að kólna.

Laus störf voru 10,1 milljón talsins í ágúst eftir að hafa verið 11,2 milljónir í júlí. Lausum störfum fækkaði mest milli mánaða í heilbrigðisþjónustu, verslun og öðrum þjónustustörfum.

Bandarískur vinnumarkaður hefur endurheimt öll störf sem töpuðust í landinu eftir að Covid-19 faraldurinn skall á.