Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar mældist atvinnuleysi á landinu öllu 2,6% í september og dróst atvinnuleysi saman um 0,3% frá fyrri mánuði en 0,1% ef miðað er við sama mánuð í fyrra. Hins vegar á sama tíma og mælt atvinnuleysi stóð nánast í stað hefur lausum störfum á atvinnumiðlunum fjölgað um 140 miðað við í fyrra og skráðum atvinnuleysisdögum fækkað.

Flest bendir því til þess að vinnumarkaður sé nú aftur að taka við sér eftir nokkra lægð í sumar segir í Hálffimm fréttum KB banka.