Tæplega eitt af hverjum fimm aðildarfyrirtækjum Samtaka atvinnulífsins (SA) telja skort á ófaglærðu starfsfólki vera eitt af helstu vandamálum fyrirtækisins. Þá skortir starfsfólk með starfs- og framhaldsmennun hjá 13% fyrirtækja. Eitt af hverjum tíu fyrirtækjum segja vanta háskólamenntað starfsfólk. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í könnun SA um vinnumarkaðinn og efnahagshorfur.

Í umfjöllun SA um málið segir að þetta veki athygli í ljósi þess að 11.900 voru skráðir atvinnulausir í lok ágúst. Helmingur atvinnulausra er ófaglært starfsfólk, sem einmitt vantar hjá 18% fyrirtækja. Þá staðfesti niðurstaðan að leita þurfi nýrra leiða til að auka virkni vinnumiðlunar.

Niðurstöður könnunar Samtaka atvinnulífsins

Vilhjálmur Egilsson
Vilhjálmur Egilsson
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)