Breski auðkýfingurinn og ævintýramaðurinn sir Richard Branson vinnur að nýrri bók í leiðtogafræðum og stjórnun þessa dagana. Hann segir á bloggsíðu sinni um bókaskrifin að einn af hæfileikum góðra leiðtoga sé að hlusta á það sem aðrir segja. Með það á bak við eyrað leitar hann til netverja eftir tillögum að bókinni.

Á bloggsíðunni birtir hann hugmyndir að nokkrum titlum. Þá má sjá hér .

Branson, sem er heilmikill ærslabelgur og með ríkustu mönnum Bretlandseyja, er hvað þekktastur fyrir að hafa byggt upp Virgin-veldið í Bretlandi sem er með starfsemi um heim allan. Þá hefur hann skrifað fjórar bækur um stjórnun sem snúast og hann að miklu leyti. Ein hefur komið út á íslensku Látum slag standa (e. Screw it, let's do it).

Þeir sem hug hafa á að senda Branson tillögu geta gert það með „tagginu“ #richardbooktitle á Twitter .