Jacob Ehrenkrona
Jacob Ehrenkrona
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Eigandi vörumerkisins Martin Miller‘s Gin vinnur nú að opnun móttöku- og kynningarmiðstöðvar fyrir ferðamenn og viðskiptavini Martin Miller í Borgarnesi. Martin Miller‘s Gin er allt framleitt úr íslensku vatni og fer stór hluti framleiðslunnar fer fram í Borgarnesi, hjá íslenska fyrirtækinu Pure Spirits ehf.

„Þetta er löngu tímabært,“ segir Jacob Ehrenkrona, forstjóri The Reformed Spirits Company sem er eigandi Martin Miller‘s gins. Jacob segir að Martin Miller’s gin sé heimsþekkt vörumerki og selt í yfir áttatíu löndum. „Ein af ástæðum fyrir árangrinum er að við notum íslenskt vatn frá Borgarnesi,“ segir hann.

„Á hverju ári bjóðum við blaða- og fréttamönnum til Borgarness að kynna sér Martin Miller‘s gin. Við höfum ekki haft neinn einn stað til að fara með þá á sem er helgaður Martin Miller‘s gini,“ segir Jacob. „Það er líka mikil eftirspurn frá ferðamönnum sem vilja vita meira um Martin Miller‘s gin. Barþjónar um allan heim vita af tilvist Borgarness í gegnum Martin Miller‘s gin,“ segir Jacob.

Martin Miller‘s gin varð til árið 1999 og hefur frá upphafi verið framleitt úr íslensku vatni frá Borgarnesi. Jacob var gestur á fundi byggðaráðs Borgarbyggðar í síðustu viku þar sem hann kynnti hugmyndirnar um ginsetrið.

Jacob segir vinnu við að ákveða staðsetningu ginsetursins vera á lokastigi. „Borgarnes er okkur mjög kært eftir öll þessi ár. Markmið okkar er að vinna mjög náið með íslenskum arkitektum, innanhúshönnuðum og sveitarfélaginu til að geta sýnt framleiðsluferlið sem og sögu byggðar í Borgarnesi.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Samþjöppun í ferðaþjónustu er komin á fullt skrið
  • Dýraverndunarsamtök halda áfram að hvetja til sniðgöngu HB Granda þrátt fyrir eigendaskipti
  • 50% félagsmanna Samtaka iðnaðarins segja mikinn þrýsting vera á launahækkanir
  • Umfjöllun um minnkandi hagnað N1
  • Nýsköpunarfyrirtækið LenioBio setur í næsta mánuði vöru á markað sem getur flýtt fyrir þróun líftæknilyfja
  • Afkoma Kviku var betri en væntingar stóðu til
  • Minni áhyggjur af Costco kunna að skýra hve hægt sameiningar hafa gengið
  • Hagnaður og tekjur Símans aukast
  • Ítarlegt viðtal við Helgu Melkorku Óttarsdóttur, framkvæmdastjóra Logos.
  • Fyrirtækið Iðnlausn þróar nýjar hugbúnaðarlausnir fyrir byggingariðnaðinn
  • Viðtal við Skúla Eggert Þórðarson, nýkjörinn ríkisendurskoðanda.
  • Óðinn er á sínum stað og fjallar um dauða brauðmolakenningarinnar
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um góðærisvandann