Á þriðja ársfjórðungi 2008 var meðalfjöldi vinnustunda 43,6 klst. hjá þeim sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni, 48,2 klst. hjá körlum en 37,3 klst. hjá konum.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands þar sem í dag eru birtar tölur um atvinnuþátttöku og atvinnuleysi á 3. ársfjórðungi 2008.

Þar kemur fram að meðalfjöldi vinnustunda hjá þeim sem voru í fullu starfi var 47,1 klst., 49,8 klst. hjá körlum en 42,5 klst. hjá konum.

Meðalfjöldi vinnustunda hjá þeim sem voru í hlutastarfi voru 25,4 klst., 24,4 klst. hjá körlum en 25,7 klst. hjá konum.

Á þriðja ársfjórðungi 2007 var fjöldi vinnustunda 43,3 klst., 47,6 klst. hjá körlum en 37,4 klst. hjá konum. Þeir sem voru í fullu starfi unnu 47,1 klst. að jafnaði en þeir sem voru í hlutastarfi unnu að jafnaði 26,0 klst.