Vinnumarkaðstölfræði í Bandaríkjunum bendir til þess að 173.000 störf hafi orðið til þar í landi í ágúst. Það þýðir að atvinnuleysishlutfall lækkaði niður í 5,1%, sem er lægsta atvinnuleysi sem hefur mælst í Bandaríkjunum frá því í apríl 2008.

Engu að síður valda tölurnar vonbrigðum, því spáð hafði verið að 217.000 störf myndu skapast í mánuðinum. Þessi vonbrigði birtast meðal annars í verði á hlutabréfamörkuðum, en S&P 500 vísitalan hefur lækkað um 1,3% það sem af er degi og DJI vísitalan um 1,2%.

Smitáhrifa gætir í Evrópu þar sem hlutabréfamarkaðir hafa gefi eftir. FTSE 100 í London lækkaði um 2,44% í viðskiptum dagsins og svipaða sögu er að segja af mörkuðum í Frakklandi og Þýskalandi.

Reuters greinir frá málinu.