Art Byrne byrjaði að nota stjórnunaraðferðir sem við köllum nú straumlínustjórnun (e. Lean management) árið 1982 þegar hann starfaði í hjá General Electric í Bandaríkjunum. Í dag er hann starfandi eigandi í J.W. Childs Associates, sjálfstæðum fjárfestingasjóði sem sérhæfir sig í yfirtökum og endurfjármögnun á meðalstórum fyrirtækjum. Byrne hélt fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík í dag til að miðla af reynslu sinni af straumlínustjórnun til íslenskra fyrirtækja.

Straumlínustjórnun á rætur sínar að rekja til stjórnunaraðferða sem beittar voru hjá japanska bílaframleiðandanum Toyota. Hún snýst í grundvallaratriðum um að skera burtu fitu úr starfsemi fyrirtækis og að endurhugsa starfsemina til að skapa meira virði fyrir viðskiptavini. Að sögn Byrne er hægt að beita aðferðum straumlínustjórnunar hjá hvaða fyrirtæki sem er og nefnir sem dæmi að margar stofnanir á sviði heilbrigðisþjónustunnar í Bandaríkjunum séu þegar farnar að beita aðferðinni.

VB Sjónvarp ræddi við Art Byrne.