Fyrstu þrjá mánuði ársins keyptu Íslendingar rétt tæplega sex þúsund gistinætur á hótelum Berlínar sem er aukning um 63,6 prósent frá á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vefnum Túristi.is .

Þar segir að á síðasta ári hafi íslenskum hótelgestum í Berlín fækkað um nærri fimmtung á fyrsta ársfjórðungi og um tíund allt árið samkvæmt tölum frá ferðamálaráði borgarinnar. Árið 2013 hafi þeim hins vegar um 40%.

Samkvæmt talningu ferðamálastofu sem fréttin vísar til flugu um 33 þúsund Íslendingar til útlanda frá Keflavíkurflugvelli í mars og af þeim lentu tvö þúsund farþegar á flugvöllum Berlínarborgar. Þá má áætla sem svo að á fyrsta ársfjórðungi hafi um 6% íslenskra flugfarþega á Keflavíkurflugvelli verið á leið til Berlínar.