Tæplega helmingur landsmanna (46,4%) munu borða hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld að því er fram kemur í nýrri könnun MMR.

Virðist vinsældir hamborgarahryggsins dala milli ára en í fyrra sögðust 49,8% ætla að gera það. Í ár sögðust 9,6% ætla að borða lambakjöt, þá annað en hangikjöt. 8,0% sögðust ætla að borða rjúpur og 9,6% sögðust ætla að borða kalkún.

Fjórðungur ætlar að borða óhefðbundið

Annað svínakjöt en hamborgarahrygg verður á boðstólum hjá 4,4% en svo segjast 21,9% ætla að hafa eitthvað annað en þessa fyrrnefndu kosti.

Nokkur munur er eftir aldri, stjórnmálaskoðunum og milli höfuðborgar og landsbyggðar á því hvað það borðar á aðfangadagskvöld.

Höfuðborgarbúar líklegri til að borða kalkúnn

Eru íbúar landsbyggðarinnar líklegri til að borða lambakjöt á aðfangadag, eða 16%, heldur en íbúar höfuðborgarsvæðisins þar sem einungis 6% þeirra borða lambakjöt á aðfangadagskvöld.

Aftur á móti eru íbúar höfuðborgarsvæðisins líklegri en íbúar landsbyggðarinnar til að hafa kalkún á borðum, eða 12% á móti 6%.

Stuðningsmenn ríkisstjórnar borðar rjúpur

Stuðningsfólk Vinstri grænna og Framsóknarflokks eru líklegri til að hafa lambakjöt (annað en hangikjöt) í aðalrétt samanborið við stuðningsfólk annarra flokka, eða 15% og 16% en til samanburðar hyggjast einungis 1,9% Pírata borða lambakjöt í aðalrétt.

Stuðningsfólk Bjartrar framtíðar er líklegast, eða 16%, til að borða kalkún en einungis 5% stuðningsmanna Framsóknar borðar kalkún.

Stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnarflokka, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins eru líklegri til að borða rjúpur á aðfangadag en stuðningsfólk annarra flokka.