Þættirnir Sönn íslensk sakamál hafa verið sóttir 90 þúsund sinnum á vefsvæðinu deildu.net en fimmta þáttaröð sjónvarpsþáttanna er nú í sýningu á Skjá einum. Sævar Guðmundsson leikstjóri þátttanna segir í samtali við Morgunblaðið að niðurhalið hafi eyðilagt möguleika aðstananda þeirra til að fá upp í kostnað með dvd-sölu. Þá hafi Skjárinn vart lengur tilefni til að koma að gerð annarrar þáttaraðar þegar stöðin hefur ekki lengur áskriftartekjur af sýningu þáttanna.

„Um leið og það var gefið skotleyfi á íslenska efnið á deildu.net þá fóru allir þættirnir þar inn nánast samdægurs,“ segir Sævar en sönn íslensk sakamál og kvikmyndin Djúpið hafi í kjölfarið orðið mest sótta íslenska efnið á síðunni.

Sævar segir að þegjandi samkomulag hafi ríkt um það að íslensku efni væri ekki deilt á deildu.net þar til nýr stjórnandi tók við síðunni fyrir um tveimur mánuðum og lýsti því yfir að notendur mættu setja inn allt efni, nema barnaklám.