Þeir menntaskólanemar sem eru vinsælastir fá hærri laun þegar þeir eru komnir út á vinnumarkaðinn.

Þetta kemur fram í könnun rannsóknarstofnunarinnar National Bureau of Economic Research í bandarískum menntaskólum sem birt var í gær.

Samkvæmt könnuninni fá efstu 20% nemenda samkvæmt vinsældum 10% hærri laun næstum 40 árum eftir útskrift en lægstu 5% nemenda.

Ástæðan er sú að mati rannsóknarstofnunnarinnar að nemendur nýti sér þá tækni sem þeir læra í menntaskóla á vinnustaðnum í framtíðinni.

Stofnunin telur að skólar ættu að velta fyrir sér að kenna færni í samskiptum.