Dohop hefur tekið saman hvert Íslendingar hafa farið í sumarfrí þetta ári en samkvæmt því var Danmörk vinsælasti áfangastaðurinn. Spánn fylgdi þar hins vegar fast á eftir með vinsælar sumarborgir á listanum.

Bandaríkin eru eina landið utan Evrópu sem kemst á topp tíu listann og situr í áttunda sæti. Þá eru Norðurlöndin vinsæl þar sem Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Grænland eru öll á listanum.

Meðal þeirra borga sem eru vinsælastar hjá Íslendingum eru sumarborgirnar á Spáni. Barcelona er í fimmta sæti, Alicante í sjötta og Tenerife í áttunda sæti með tvö bein flug á viku. Þá eru Ósló, Kaupmannahöfn, Berlín, Billund, Lundúnir, París og Manchester einnig vinsælar.

Vinsælustu áfangastaðir sumarsins 2015:

1. Danmörk

2. Spánn

3. Bretland

4. Þýskaland

5. Noregur

6. Ítalía

7. Frakkland

8. Bandaríkin

9. Grænland

10. Svíþjóð