Fréttirnar berast okkur úr öllum áttum og ekki síst á snjallsímana, sem við berum flest hjarta okkar næst. Sumum þeirra þurfum við ekki einu sinni að leita, þær gefa sig sjálfar fram á lokskjánum.

Nýverið var kannað í Bandaríkjunum, Bretlandi, Taívan og Þýskalandi hvaða fréttamiðlum fólk helst treysti til þess að koma áríðandi og áreiðanlegum fréttum til sín. Hér að ofan má sjá afstöðu Bandaríkjamanna til þess, en í hverju landi eru innanlandsmiðlar yfirleitt fyrirferðarmestir, BBC í Bretlandi, n-tv í Þýskalandi en Yahoo! í Taívan.

Um þriðjungur snjallsímanotanda eru áskrifendur að fréttaskotum af þessu tagi og það er smellt á hartnær helminginn af fréttagusunum.