*

laugardagur, 30. maí 2020
Neðanmáls 24. desember 2019 15:31

Vinsælustu neðanmálsmyndirnar 2019

Halldór Baldursson skopmyndateiknari sér hlutina í öðru ljósi en við hin. Hér eru myndirnar sem slógu í gegn á árinu.

Jóhann Óli Eiðsson
Vinsælasta mynd Halldórs í Viðskiptablaðinu þetta árið.
Aðsend mynd

Skopmyndateiknarinn Halldór Baldursson sér hlutina oft í öðru og skondnara ljósi en við hin. Í hverri viku ársins hefur birst eftir hann teikning í Viðskiptablaðinu þar sem hann skopstælir atburði líðandi stundar. Hér fylgja með þær fimm myndir sem voru vinsælastar á árinu. Hægt er að sjá myndirnar sem enduðu í 6.-10. sæti með því að smella hér.

1. Neitar að vera krútt - 28. mars

Framganga VR í kjarabaráttunni vakti athygli á árinu.

2. Ekkert Evrópustopp hér - 3. janúar

Ýmsir horfa hýru auga til Evrópusambandins með þeirri von að innganga geti lagað hina og þessa vankanta hér á landi. 

3. Ferðaþjónustan „rær lífróður“ - 4. júlí

Það syrti í álinn hjá ferðaþjónustunni í kjölfar falls Wow air auk þess að á tímabili virtust kröfur í kjarasamningaviðræðum ætla að verða þungur baggi. 

4. Happdrættið á húsnæðismarkaði - 28. febrúar

Það að eignast eigið húsnæði getur reynst mörgum þungur baggi.

5. Aðskilnaðarkvíði vælukjóa - 19. janúar

Það dró til tíðinda í Bretlandi, bæði vegna vandræðagangs við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en einnig þegar skipt var um hest í miðri á þegar Boris Johnson tók við af Theresu May sem leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með sem forsætisráðherra landsins.