Forstjóri Suisse bankans í Sviss segir marga af ríkustu mönnum heims skipt úr því að hafa fé sitt bundið í hlutabréfum og skuldabréfum yfir í að eiga það í reiðufé. Suisse bankinn er í eigu HSBC og er ætlað að þjóna þörfum þeirra ríkustu.

„Áhyggjur af verðbólgu, óstöðugt eignaverð og breytingar á stýrivöxtum valda því að meirihluti fjárfesta hefur minnkað eign sína í hlutabréfum, skuldabréfum og slíku,“ segir Peter Braunwalder, forstjóri Suisse.

Fjárfestar víða um heim hafa nú dregið eignir sínar í öruggt skjól vegna niðursveiflu í efnahagslífinu, lánsfjárkreppunnar og verðbólgu í kjölfar hækkunar orkuverðs.

Þetta kemur fram í frétt Reuters.