*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 24. janúar 2017 13:13

Vinstri grænir ánægðastir með Guðna

Mestur stuðningur er meðal Vinstri grænna, minnstur meðal Framsóknarmanna, við störf Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Aldrei fyrr hefur mælst meiri ánægja með störf forseta síðan MMR hóf að mæla hana í mars árið 2011. Kváðust einungis 3,8% vera óánægð með störf Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands.

Kváðust 81,4% allra aðspurðra vera ánægðir með störf hans í könnun sem framkvæmd var 3. til 10. janúar síðastliðinn þar sem 954 einstaklingar voru fyrir svörum.

Reyndist ánægjan þó mismikil eftir stuðningi við stjórnmálaflokka, reyndust stuðningsmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks almennt ekki jafnánægðir með störf hans eins og stuðningsmenn annarra flokka.

Sögðust 66% Framsóknarmanna vera ánægðir með störf forsetans og 70% Sjálfstæðismanna, meðan stuðningsmenn Vinstri grænna voru ánægðastir með hann, eða 95% þeirra.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is