Aldrei fyrr hefur mælst meiri ánægja með störf forseta síðan MMR hóf að mæla hana í mars árið 2011. Kváðust einungis 3,8% vera óánægð með störf Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands.

Kváðust 81,4% allra aðspurðra vera ánægðir með störf hans í könnun sem framkvæmd var 3. til 10. janúar síðastliðinn þar sem 954 einstaklingar voru fyrir svörum.

Reyndist ánægjan þó mismikil eftir stuðningi við stjórnmálaflokka, reyndust stuðningsmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks almennt ekki jafnánægðir með störf hans eins og stuðningsmenn annarra flokka.

Sögðust 66% Framsóknarmanna vera ánægðir með störf forsetans og 70% Sjálfstæðismanna, meðan stuðningsmenn Vinstri grænna voru ánægðastir með hann, eða 95% þeirra.