Fylgi Vinstri grænna flokkað eftir kjördæmum.
Fylgi Vinstri grænna flokkað eftir kjördæmum.
© vb.is (vb.is)

Eins og svo oft áður sækja Vinstri grænir (VG) fylgi sitt í höfuðvígi formannsins, Norðausturkjördæmi en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er fylgi flokksins lægst í Suðurkjördæmi, eða 11,7%.

Í nýlegum þjóðarpúls Gallup mældist VG með 18% fylgi á landsvísu. Viðskiptablaðið hefur undir höndum niðurstöðu Þjóðarpúlsins eftir einstaka kjördæmum.

Sem fyrr segir og eins og sjá má á myndinni hér að ofan er fylgi flokksins mest í Norðausturkjördæmi þar sem formaður flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, leiðir lista VG. Þar mælist fylgi flokksins nú rúm 28%.

Í Suðurkjördæmi, þar sem fylgi flokksins er lægst, leiðir Atli Gíslason lista VG og er eini þingmaður flokksins úr því kjördæmi.

Þá vekur athygli munur á fylgi flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur en í Reykjavík norður er fylgi flokksins um 21,5% á meðan það er tæp 17% í Reykjavík suður.

Þá mælist fylgi flokksins um 14% í Suðvesturkjördæmi og 15,5% í Norðvestur.