Þingflokkur Vinstri-grænna hefur sent frá sér ályktun um heilbrigðiskerfið, þar sem þungum áhyggjum er lýst vegna meints upplausnarástands sem þar er ríkjandi. Að sama skapi segir þingflokkurinn handahófskennda einkavæðingu ákveðinna hluta heilbrigðiskerfisins vera hafna, á sama tíma og mikilvægustu heilbrigðisstofnunumlandsins sé haldið í fjárhagslegri spennitreyju.

„Afleiðingar alls þessa birtast nú m.a. í hópuppsögnum sem að óbreyttu munu lama ómissandi kjarnastarfsemi í heilbrigðisþjónustunni. Að lokum gefast stjórnendur upp fullsaddir af skeytingarleysi heilbrigðisráðherra og hrokafullri framkomu. Alvarlegra er þegar þeir eru beinlínis hraktir úr starfi eins og nú hefur gerst með æðstu stjórnendur Landspítalans. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs mun ganga eftir því að upplýst verðu um það mál,” segir í ályktuninni.