Söguleg tímamót urðu í tónlistarheiminum í fyrra. Í fyrsta skiptið síðan árið 1987 seldust fleiri vínylplötur en geisladiskar í Bandaríkjunum.

Alls seldust 41 milljón vínylplötur, fyrir um 1,2 milljarða dollara eða 170 milljarða króna. Til samanburðar seldust um 33 milljónir geisladiska fyrir um 480 milljónir dollara eða 68 milljarða króna.

Í heildina námu tekjur af hljóðritaðri tónlist í Bandaríkjunum 15,9 milljörðum dollara, ríflega 2.200 milljörðum króna, á síðasta ár. Tekjuaukningin á milli ára nam 6% og því til viðbótar var árið í fyrra það sjöunda í röð þar sem tekjuvöxtur var í hljóðritaðri tónlist.