Angry birds
Angry birds
Finnska fyrirtækið, Rovio Entertainment Oy, sem framleiðir snjallsímaleikinn Angry Birds er viðræðum um fjármögnun sem hækka myndi verðmat fyrirtæksins í 1,2 milljarð dollara. Nemur það tæplega 140 milljörðum íslenksra króna. Þetta kemur fram á fréttaveitunni Bloomberg.

Í síðastliðnum marsmánuði aflaði Rovio Entertainment Oy sé 42 milljónir dollara, jafnvirði tæplega 5 milljörðum íslenskra króna, með fjármögnun m..a frá Niklas Zennestrom, stofnanda Skype. Leikurinn Angry Birds kom á markað á síðasta ári.

Fyrirtækið stefnir á framleiðslu Angry Birds kvikmyndar og mun opna skrifstofur utan Finnalands. Þá stefna framleiðendurinir á það nota vinsældir leiksins í stórum löndum eins og Kína til að framleiða og selja Angry Birds tuskudýr og fatnað og sem selja á í tvö hundruð verslunum.