Virði Arion banka er 194,1 milljarður króna samkvæmt nýju verðmati Capacent og mbl.is greinir frá . Matið er um 10% hærra en tilboð Kaupskila, sem eiga 57% í bankanum, til íslenskra lífeyrissjóða í janúar.

Í tilboði Kaupskila er miðað við verð sem nemur 80% af bókfærðu eigin fé og verðmat Capacent því um 22 milljörðum hærra en verðmatið sem lagt er til grundvallar í samningaviðræðunum.

Samkvæmt verðmati Capacent er hlutur Kaupskila 110,6 milljarða virði. 13% hlutur ríkissjóðs er því samkvæmt jafnframt 25,2 milljarðar að virði.

Í verðmatinu er bent á að lítil tækifæri séu á vettvangi íslensks bankakerfis til að ná fram miklum framtíðarvexti að raunvirði. Tækifæri banka skoðrist því við mannfjöldaþróun og umsvif hér á landi.