Björgunarsjóður spænska ríkisins, FROB, hyggst dæla 13,5 milljörðum evra í Bankia. Heildarfjármagnið sem Bankia hefur fengið frá björgunarsjóðnum er því orðið um 18 milljarðar evra. Bankia lánaði gríðarlega fjármuni til m.a. íbúðakaupa þegar fasteignabólan stóð sem hæst.

Féð sem dælt er í bankann kemur úr FRBO björgunarsjóðnum, en fjármagnið í honum er fengið frá Evrópusambandinu. Staða bankans mun því batna við þetta og auðveldar honum að takast á við tap á útlánum en á móti kemur er skattfé Evrópusambandsríkjanna stefnt í hættu.

Nýuppfært mat á virði bankans sýnir að það er neikvætt um 4,2 milljarða evra. Virði hlutabréfanna hafa lækkað um 80% frá því að bankinn var fyrst skráður í kauphöllina í Madríd í júlí 2011.

Um 350 þúsund hluthafar munu tapa fé sínu vegna björgunaraðgerðanna.