*

sunnudagur, 5. desember 2021
Innlent 8. apríl 2021 18:02

Virði gulleignar eykst um 3,7 milljarða

Virði gulleignar Seðlabankans nam 15,4 milljörðum króna í lok árs 2020, samanborið við 11,7 milljarða króna árið áður.

Ritstjórn
Seðlabanki Íslands
Haraldur Guðjónsson

Þrátt fyrir óbreytta gulleign Seðlabanka Íslands að magni til jókst virði hennar um 3,7 milljarða króna í samræmi við 31% hækkun á árslokagengi gullverðs. Virði gulleignar Seðlabankans nam 15,4 milljörðum króna í lok árs 2020, samanborið við 11,7 milljarða króna árið áður, að því er kemur fram í ársskýrslu bankans. Seðlabankinn á 64 þúsund únsur af gulli sem jafngildir um 1,9% af gjaldeyrisforða bankans.

Þetta er annað árið í röð sem gengisendurmat á gulli leiðir til mikillar aukningar á virði gulleignar Seðlabankans. Árið 2019 var leiddi gengisendurmat til þess að virði gulleignar Seðlabankans var færð upp um 2,2 milljarða króna. 

Gullverð hækkaði töluvert á síðasta ári, m.a. vegna áhyggja fjárfesta af áhrifum kórónuveirunnar og lækkandi ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa. Í byrjun ágúst 2020 fór gullverð yfir 2.000 dali í fyrsta sinn en stendur í 1.755 dölum í dag.