Gamli Landsbankinn bókfærir 66,1% eignarhlut sinn í bresku matvörukeðjunni Iceland Foods á um 64,5 milljarða króna samkvæmt uppfærslu á hlutabréfaeign búsins á fyrstu þremur mánuðum ársins 2011. Miðað við það er heildarverðmat þrotabús Landsbankans á Iceland Foods tæplega 100 milljarðar króna, sem er langt frá þeim tæplega 290-380 milljarða króna verðmiða sem breskir fjölmiðlar hafa greint frá að sé á öllu hlutafé Iceland Foods.

Ef sá verðmiði á sér stoð í raunveruleikanum er ljóst að skilanefndin mun fá 3-4 sinnum meira fyrir eignarhlut sinn en hún áætlar í reikningum sínum nú, eða á bilinu 190-250 milljarða króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.