*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Erlent 14. september 2020 08:11

Virði Snowflake hækkar um þriðjung

Verð á hvern hlut í frumútboði Snowflake hefur verið hækkað um 30%, virði hlutar Buffett hefur hækkað um 18 milljarða króna.

Ritstjórn
Berkshire Hathaway, fjárfestingafélag Warren Buffett, tilkynnti um fjárfestingu sína í Snowflake í síðustu viku og hefur virði fjárfestingarinnar hækkað um 18 milljarða króna nú þegar.

Verð fyrir hvert hlutabréf í frumútboði Snowflake, sem á að fara fram í vikunni, hefur verið hækkað um 30% samanborið við fyrri áætlanir. Nú er gert ráð fyrir að markaðsvirði félagsins verði allt að 30,5 milljarðar dollara, andvirði 4.131 milljarði króna, sem er tæplega 30% hærra markaðsvirði en áður hafði verið gert ráð fyrir.

Sjá einnig: Stór frumútboð framundan í vikunni

Áætlað var að hvert bréf myndi seljast á 75-85 dollara en er nú gert ráð fyrir að hvert bréf kosti allt frá 100-110 dollara hvert. Berkshire Hathaway, fjárfestingafélag Warren Buffett, og Salesforce hafa nú þegar tilkynnt um kaup í félaginu. Umfjöllun á vef CNBC.

Sjá einnig: Hathaway setur 80 milljarða í tækni

Hlutur Hathaway eftir frumútboð félagsins verður virði um 674 milljónir dollara, jafngildi 91 milljarði króna. Hann hefur hækkað um ríflega 124 milljónir dollara, andvirði 18 milljarða króna, eða um 23% nú þegar sökum breytingarinnar.