Virðing hf. hefur hafið samstarf við Banque de Luxembourg S.A um eignastýringu á alþjóðlegum mörkuðum og fjárfestingu í alþjóðlegum sjóðum. Þetta þýðir að viðskiptavinir Virðingar hf. opnað vörslureikninga hjá lúxemborgsku fjármálastofnuninni.

Banque de Luxemborg er ein af elstu fjármálastofnunum Lúxemborg, sem býr yfir langri reynslu af einkabankaþjónustu og stýringu verðbréfasjóða. Heildareignir í vörslu bankans eru 68,5 milljarðar evra.

Hannes Frímann Hrólfsson segir í tilkynningu frá Virðingu að með samstarfinu standi viðskiptavinum Virðingar til boða að njóta þeirra kjara sem Banque de Luxembourg hafi byggt upp við alla helstu sjóði veraldar.