Ef af kaupum Virðingar verður á 36% hlut í Íslenskum verðbréfum er vilji fyrir því að sameina fyrirtækin tvö og yrði þá til eignastýringarfyrirtæki með hátt í tvö hundruð milljarða króna í stýringu. Viðræður standa enn yfir milli Virðingar og Íslandsbanka um hugsanleg kaup á 36% hlut bankans í Íslenskum verðbréfum.

Áður hafði komið fram að einn aðili hefði verið valinn til að halda áfram eftir útboð, en ekki hefur verið greint frá því að Virðing sé sá aðili. Friðjón R. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Virðingar, segir í samtali við Viðskiptablaðið að viðræður standi enn yfir, en að öðru leyti geti hann lítið sagt um málið að svo stöddu. Hann segir þó að ef af kaupunum verður sé vilji fyrir því að sameina fyrirtækin tvö.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pfd útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.