Kvennalið Auðar/Virðingar velti kvennaliði Íslandsbanka úr toppsætinu á árlegu knattspyrnumóti fjármálafyrirtækja sem haldið var á Akureyri um helgina. Kvennalið Íslandsbanka hefur haldið fyrsta sætinu á mótinu í samfleytt fjögur ár. Á sama tíma tók karlalið VÍS fyrsta sætið af sameinuðu karlaliði Íslenskra verðbréfa og T Plús.

Um þrjátíu lið voru skráð til leiks á mótinu, sem líta má á sem einskonar uppskeruhátíð fjármálageirans. Þetta var 15. árið sem mótið var haldið á Akureyri en Íslensk verðbréf hefur haldið utan um það.

Annað sætið í karlaflokki tók HF Verðbréf, en Arion banki þriðja sætið.

Kvennalið Arion banka gerði betur en karlaliðið og tók þar annað sætið en kvennalið Íslandsbanka, sem hafði haldið toppsætinu í fjögur undanfarin ár, lenti hins vegar í þriðja sæti nú.

Hér má sjá nokkrar myndir af knattspyrnumótinu. Þær og fleiri myndir má sjá á vef Íslenskra verðbréfa .

© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)

© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)

© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)

© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)

© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)

© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)

© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)