Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi í nóvember og desember 2014 nam tæpum 639 milljörðum króna sem er 7,7% aukning miðað við sama tímabili árið 2014, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar .

Í heildina nam veltan á árinu 3.491 milljörðum króna en það er 4,3% aukning frá fyrra ári þegar hún nam 3.347 milljörðum.

Veltan jókst mest á árinu í byggingastarfsemi og vinnslu hráefna úr jörðu. Mikil veltuaukning varð einnig í rekstri gististaða og veitingarekstri en samdráttur varð í veltu í sjávarútvegi, fiskvinnslu, landbúnaði og skógrækt.