Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi í janúar og febrúar 2015 nam tæpum 527 milljörðum króna sem er 9,6% aukning miðað við sama tímabili árið 2014. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands .

Á síðustu 12 mánuðum er aukningin 6,3% samanborið við 12 mánuði þar áður. Veltan hefur aukist mest í flokknum námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu.