Aukning í virðisaukaskattskyldri starfsemi á síðustu 12 mánuðum nemur 8% miðað við 12 mánuði þar á undan. Ef einungis er horft til mars og aprílmánaða er aukningin 5% miðað við sama tíma árið 2015.

Fleiri skattskyldar atvinnugreinar

Þó umsvif hafi aukist má einnig rekja hækkunina til þess að um síðustu áramót urðu nokkrar atvinnugreinar skattskyldar sem ekki voru það áður þegar breytingar á lögum um virðisaukaskatt tóku gildi.

Má þar helst nefna farþegaflutninga aðra en áætlunarflutninga og þjónusta ferðaskrifstofa.

Á sama tíma hækkaði vörugjald á áfengi um leið og áfengi var fært úr efra í neðra þrep virðisaukaskattsins.