Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan ferðaskrifstofur og farþegaflutninga á vegum, í september og október 2016 nam 669 milljörðum króna, sem er 4% aukning miðað við sama tímabil árið 2015. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands .

Síðastliðið ár er aukningin 5% samanborið við 12 mánuði þar áður. Starfsemi tengd farþegaflutningum og ferðaskrifstofum var ekki virðisaukaskattskyld fyrr en í ársbyrjun 2016 og því verður að taka tillit til þess þegar velta ársins 2016 er borin saman við fyrri ár.

Heildarvelta í allri virðisaukaskattskyldri starfsemi nam 688 milljörðum króna í september og október 2016.