Virgin Atlantic hefur samþykkt 1,2 milljarða dollara aðgerðarpakka, sem á að tryggja tilvist flugfélagsins til næstu fimm ára. Félagið hefur átt í viðræðum við hluthafa og einkafjárfesta í nokkra mánuði.

Fjármagninu verður dælt í flugfélagið á næstu 18 mánuðum en 200 milljónir dollarar af reiðufé koma frá Virgin Group, félagi Richard Branson, sem á 51% hlut í flugfélaginu. Félagið fær aðrar 170 milljónir dala að láni frá vogunarsjóðnum Davidson Kempner Capital Management.

Aðgerðinar munu einnig fela í sér frestun greiðslna að andvirði 400 milljóna dala til hluthafanna Virgin Group og Delta Air Lines, sem á 49% hlut í Virgin Atlantic á móti Branson. Lánadrottnar hafa einnig samþykkt að fresta greiðslum á 450 milljónum dala.

Flugfélagið hefur einnig komið í framkvæmd hagræðingaraðgerðum sem fela í sér að 3.550 starfsfólki verður sagt upp. Einnig hefur félagið náð samkomulagi við kreditkortafyrirtæki um að „affrysta“ innborganir viðskiptavina.

Shai Weiss, forstjóri Virgin Atlantic, tjáði Financial Times stuttu eftir að skrifað var undir samninginn að björgunarpakkinn hafi verið „risaafrek“ sem flestir hafi „líklega talið óhugsandi“.

„Við erum að undirbúa okkur fyrir eilífðina,“ er haft eftir Weiss. „Þetta er ekki pakki fyrir komandi áæltun [...] okkar verkefni hefur verið að horfa vel til ársins 2021 sérstaklega. Við fjármögnuðum pakkann með tilliti til verstu mögulegra sviðsmynda frekar þá bestu líkt og fólk hefði búist við.“

Hann vonar að aðgerðinar muni hjálpa flugfélaginu til að verða arðsamt aftur á árinu 2022. „Við verðum og munum verða sjálfbært arðbært fyrirtæki,“ bætir Weiss við.