Tónlistarverslanakeðjan Virgin Megastores er heimsþekkt vörumerki og margir höfðu spáð því fyrir ekki margt löngu, að svo myndi vera næstu misserin í það minnsta, því gæfan er fallvölt. Vörumerkið Virgin Megastores hefur verið lagt niður í kjölfar yfirtöku stjórnenda á félaginu, því ekki fylgdi það kaupunum.


"Við vildum eitthvað einfalt og skýrt," sagði framkvæmdastjóri Zavvi, Simon Douglas, um nýja merkið, við breska vikuritið The Marketing Week. "Zavvi mun snúast um að gera fólki lífið auðvelt. Það fær val á milli þess að versla við verslunargötu eða á netinu og merkið endurspeglar það".
Virgin Megastore er upphafið að Virgin-veldi Sir Richard Branson.