Bankinn Virgin Money, sem frumkvöðullinn Richard Branson stofnaði, jók hagnað sinn um 53% milli ára. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu bankans, en fréttastofa BBC fjallaði um afkomuna í dag.

Við tilkynninguna hækkuðu verðbréf fyrirtækisins um 8% á hlutabréfamarkaði. Hagnaðurinn nam einhverjum 160 milljónum punda, sem eru um 188 milljarðar íslenskra króna.

Bankinn bætti við markaðshlutdeild sína hvað varðar bæði húsnæðislán og innlán, auk þess sem kreditkortanotkun viðskiptavina bankans jókst um 44%.