Lögfræðingar fórnarlamba ponzi-svindlarans Bernard Madoff hafa komist að samkomulagi um að virði landareignar látins vinar Madoff renni til fórnarlamba. Jörðin var í eigu milljarðamæringsins Jeffry Picower, náins vinar og viðskiptafélaga Madoff. Picower fannst látinn í sundlaug sinni að heimili hans á Flórída á síðasta ári. Í frétt Guardian kemur fram að Picower hafi verið með Parkisonveiki og hjartveikur.

Upphaflega var litið á Picower sem eitt af þúsundum fórnarlamba Madoff. Þeir voru hins vegar afar nánir vinir og græddi Picower mikið af ólöglegri viðskiptafléttu Madoff.

Eign Picover er metin á um 7,2 milljarða dala. Er þetta stærsta samkomulag hingað til sem tengist pýramídasvindli Madoff.