Verðbréfafyrirtækið Virðing hf. er nú eigandi að kr. 63.500.000 eða 31,75% hlut í B-deild Sláturfélags Suðurlands. Seljandi bréfanna er Guðmundur A. Birgisson og á hann nú óverulegan hlut í félaginu að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Virðing hf. var stofnað í árslok 1999 af tveimur lífeyrissjóðum; Sameinaða lífeyrissjóðnum og lífeyrissjóðnum Lífiðn, sem eru í hópi stærstu lífeyrissjóða landsins. Helstu eigendur Virðingar í dag eru Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Stafir lífeyrissjóður ásamt félögum tengdum þeim, Lífeyrissjóður verkfræðinga, Friðjón Rúnar Sigurðsson og Ingvar J. Karlsson ásamt fleiri minni hluthöfum. Guðmundur A. Birgisson var um tíma í hluthafahópi félagsins.