Að sögn Friðjóns Rúnars Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Virðingar hf., hefur félagið ekki hug á því að eiga þau bréf sem félagið hefur nú eignast í SS til lengri tíma og þar af leiðandi eru bréfin í sölumeðferð hjá félaginu. Félag hefur flaggað 31,75% hlut í B-deild Sláturfélags Suðurlands en bréfin eru keypt af Guðmundi A. Birgissyni.

,,Helst viljum við selja þetta í einum pakka. Það er líka hægt að skipta þessu t.d. upp í þrennt," sagði Friðjón. Viðskipti með B-deildarskýrteini í SS eru stopul og því er ljóst að sala bréfanna gæti haft talsverð áhrif á markaðinn ef þau yrðu lögð út til sölu í einu lagi. Eins og kemur fram í meðfylgjandi hluthafayfirliti er hér um að ræða bréf stærsta hluthafa SS.

20 stærstu hluthafar í B-deild stofnsjóðs SS - 11. maí 2009:

Virðing hf. 31,75% Ólafur Ívan Wernersson 22,76% Sláturfélag Suðurlands svf. 9,96% Festa - lífeyrissjóður 6,11% Vátryggingafélag Íslands 2,85% Helgi Eggertsson 1,19% Mjólkurbú Flóamanna 1,04% Rama ehf. 0,59% Eiríkur Kristófersson 0,46% VBS Fjárfestingabanki 0,44% Sæmundur B. Ágústson 0,41% Ingimundur Sveinsson 0,41% Árni Guðmundur Hauksson 0,39% Björn Þórisson 0,33% Tómas Jón Brandsson 0,29% Guðgeir Sumarliðason 0,28% Bragi Kristjánsson 0,27% Sigríður Arnbjarnardóttir 0,27% Vestur-Eyjafjallahreppur 0,26% Fóðurblandan hf. 0,25%